Yfirgangur smámenna

Rökin fyrir því að ekki megi gefa barni millinafnið Einars á þeim forsendum að ólöglegt sé að gefa millinafn sem hefð er fyrir sem eiginnafni, eru út í bláinn.
Ég heiti Þór. Ég veit ekki betur til en að það séu til hundruðir ef ekki þúsundir manna á íslandi sem hafa Þór að millinafni. Sama má segja um Jón og Páll. Þannig að þessi rök standast ekki og þau lög sem ákvörðunin er byggð á þarf að afnema.

Svona fyrir utan það að lög um nafngiftir einstaklinga eru skýlaust brot á friðhelgi einkalífs og valfrelsi einstaklinga.
Hvað kemur ríkinu það við hvað barnið má heita? Hvaða máli skiptir hvort ég vilji gefa barninu mínu hefðbundið nafn eða eitthvað spes? Hvað ef konan mín er af erlendu bergi brotin þar sem hefð er fyrir ákveðnu millinafni sem ekki þekkist á Íslandi? Þetta er rakalaus þjóðremba.

Mannanafnanefnd er tímaskekkja og er gjörsamlega út úr kú í nútímaþjóðfélagi.
Þetta er ekkert annað en yfirgangur og stjórnræði sem ekki á sér stað í frjálsu þjóðfélagi.


mbl.is Má ekki heita Einars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband